33. fundur
fjárlaganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. desember 2012 kl. 09:35


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) formaður, kl. 09:43
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 09:43
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS), kl. 09:43
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:43
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 09:43
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:43
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:43
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:43
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:10
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:43

Björgvin G. Sigurðsson vék af fundi kl. 10.00 til að fara á fund allsherjar- og menntamálanefndar. Kom aftur eftir hádegishlé.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi til að fara á fund forsætisnefndar kl. 11:00. Kom aftur eftir hádegishlé.

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2013 Kl. 09:37
Dreift drögum að nefndaráliti meiri hluta og fleiri gögnum vegna 3. umr. fjárlaga 2013.
Dreift sérstaklega tillögu um sóknargjöld bæði til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga.
Lagðar fram breytingartillögur við aðrar greinar fjárlagafrumvarpsins.
Samþykkt af meiri hluta að taka frumvarpið út úr nefndinni og að það gengi til 3. umræðu.
Minni hluti á móti og mótmælir því að taka málið út.
Bókun: Ásbjörn Óttarsson harmar mjög og lýsir miklum vonbrigðum á vinnubrögðum meiri hlutans sem snúa að tillögum hans um safnliði sem gengu þvert gegn markmiðum á breytingum á fyrirkomulagi á úthlutun á safnliðum og í raun komið í verra horf en var fyrir breytingar sem voru gerðar.

2) Önnur mál. Kl. 13:15
Fleira var ekki gert.

4) Samþykkt fundargerðar. Kl. 13:15
Fundargerð samþykktu BVG, ÁsbÓ, BjörgvS, HöskÞ, KÞJ, LGeir, RR, SER, VBj og ÞSa.

Fundi slitið kl. 13:16